Seinni umferð sveitastjórnakosninga fór fram í Frakklandi í gær en flokkur Marine Le Pen, franska Þjóðfylkingin náði ekki að sigra í neinu umdæmi. Þjóðfylkingin var stærsti flokkurinn eftir fyrri umferðina en flokkurinn hlaut 30% atkvæða. Eftir fyrri umferðina leit allt út fyrir að seinni umferðin yrði einvígi milli Þjóðfylkingar Marine Le Pen og Repúblikanaflokks Nicolas Sarkozy.

Flokkurinn er þjóðernis- og hægrisinnaður, og tekur harða afstöðu gegn því að hleypa flóttafólki inn í Frakkland. Front National vill einnig auka fjárveitingar til löggæslukerfisins, og er mótfallinn evrunni. Auk þess tekur hann íhaldssama afstöðu gegn samkynja hjónaböndum og ættleiðingum samkynja para.

Til að hindra að Þjóðernisfylkingin kæmist til valda þá dró Sósíalistaflokkurinn framboð sitt til baka í mörgum umdæmum og hvatti kjósendur flokksins til að kjósa Repúblikanaflokks Nicolas Sarkozy. Sósíalistaflokkurinn var í meirihluta í öllum 13 kjördæmum nema einu, en þeir virðist núna ná meirihluta í fimm kjördæmum. Repúblikanaflokkurinn virðist ná meirihluta í sjö kjördæmum.