Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ræddi í erindi sínu á Viðskiptaþingi í dag um mikilvægi aukinnar framleiðni. Í því samhengi vakti hann athygli á því að einkageirinn hafi skapað sívaxandi verðmæti á hverja vinnueinungu á undanförnum árum. Opinberi geirinn hafi hins vegar setið eftir. Þannig hafi stöðugildum hjá hinu opinbera fjölgað um 30% á sama tíma og stöðugildum í einkageiranum hafi fækkað um 7% á sama tímabili. Sagði Hreggviður að þessi þróun væri ósjálfbær.

Sagði hann að með aðgerðum sem byggja á skynsamlegum markmiðum mætti komast hjá verulegri lífskjaraskerðingu Íslendinga á komandi árum. Sagði hann brýnt og tímabært að innleiða kerfisbreytingar sem geri okkur kleift að fá meira fyrir minna. En til þess að það sé mögulegt þurfi ný viðhorf.