Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið nýráðin markaðsstjóri Krónunnar og Kjarval fyrir Festi. Krónan og Kjarval eru hluti af samstæðu Festi hf. sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja.

Ósk Heiða kom til starfa í byrjun árs og mun hún meðal annars sjá um mótun og eftirfylgni markaðsstefnu auk daglegrar stýringar á markaðsstarfi Krónunnar og Kjarval.

Ósk Heiða starfaði áður sem markaðsstjóri Íslandshótela og þar áður í markaðsdeild Advania og markaðsstjóri HugarAx.

Ósk Heiða er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands, en hluti námsins var tekinn við Copenhagen Business School.

Eiginmaður Óskar Heiðu er Magnús Freyr Smárason, rafmagnsverkfræðingur og eiga þau tvö börn.