Innlendir hluthafar í Össuri hf., með Eyri Invest og íslenska lífeyrissjóði fremsta í flokki, eru ósáttir við þau áform að afskrá hlutabréf félagsins á Íslandi og halda þeim einungis skráðum í kauphöllinni í Danmörku. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var Þórður Magnússon, varaformaður stjórnar Össurar og fulltrúi Eyris Invest í stjórn, á móti því að afskrá hlutabréf félagsins hér á landi en aðrir stjórnarmenn studdu þá ákvörðun að afskrá hlutabréfin.

Össur er nú frekar danskt en íslenskt en 64% hluthafa í félaginu eru danskir en 36% íslenskir. Um 270 af um 1.400 starfsmönnum fyrirtækisins í 14 löndum á heimsvísu eru hér á landi, þar sem höfuðstöðvarnar eru jafnframt.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .