Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að ósk um tengingu íslensku krónunnar við þá norsku verði að koma frá íslenskum stjórnvöldum - til að hægt sé að taka það til athugunar.

Halvorsen er stödd hér á landi og fundaði hún með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í dag. Að því búnu héldu þau stuttan blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu.

Hún sagði þar meðal annars að Norðmenn hefðu fylgst grannt með ástandinu á Íslandi enda væri mikill pólitískur skyldleiki með þjóðunum. Hún var spurð út í umræðuna um tengingu íslensku krónunnar við þá norsku. Hún svaraði því m.a. til að hún skyldi þá umræðu. Norska krónan ætti það þó líka til að sveiflast eins og sú íslenska - en af öðrum ástæðum.

Steingrímur sagði að þau hefðu rætt samskipti landanna, stöðu íslenska þjóðarbúsins, samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, gjaldmiðlamál, Evrópumál og ýmislegt fleira.

Hann sagði að Noregur hefðu sýnt Íslandi mikinn velvilja og stuðning á erfiðum tímum. Fyrir utan bræður okkur og systur í Færeyjum þá væru það Norðmenn sem stæðu okkur hvað næst.