Utanríkisráðuneytið óskar eftir því að fá 50 milljóna króna aukafjárheimild í ár vegna þýðinga á skjölum sem tengjast umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Ráðuneytið hefur farið fram á 180 milljónir króna í sama verkefni á næsta ári.

Í fjáraukalagafrumvarpi fjármálaráðherra sem dreift var á Alþingi í dag kemur fram að þýðingamiðstöð ráðuneytisins muni sjá um þýðingar vegna ESB-skjalanna. Fimmtíu milljóna króna fjárheimildinni ár verði því beint þangað.

Ráðgert sé að bæta við 24 þýðendum í ljósi þess að þýða þurfi um þrjátíu til fimmtíu þúsund blaðsíður af lagatexta vegna ESB-umsóknarinnar.