Landssamtök lífeyrissjóða hafa óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að fram fari heildarendurskoðun laga um lífeyrissjóði, en núverandi lög eru frá árinu 1998.

Samtökin vilja m.a. að ákvæði um fjárfestingarheimildir sjóðanna og viðbótarlífeyri verði breytt í samræmi við reynslu undanfarinna ára.

„Við viljum auka svigrúm okkar og höfum aðallega lagt áherslu á fjárfestingarkaflann, varðandi eignarhlutfallið og fleira í þeim dúr sem við viljum láta skoða betur. Núgildandi lög gera ráð fyrir að eignarhlutfall sjóða í hlutabréfum megi vera allt að 60%, en mörgum finnst að það hlutfall mætti vera 70%,“ sagði framkvæmdastjóri eins lífeyrissjóðs sem Viðskiptablaðið ræddi við.

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptiablaðsins á morgun.

Áskrifendur geta nálgast blaðið nú þegar á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .