Keith Brown, efnahagsráðherra Skotlands, hefur óskað eftir því við ríkisstjórn Bretlands að skoskt whisky (e. Scotch) verði skilgreint í breskum lögum til að vernda útflutning á whisky þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu. Útflutningur Skota á whisky um 4 milljörðum punda á hverju ári. BBC greinir frá.

Eins og staðan er í dag veitir skilgreining ESB skosku whisky vernd frá staðkvæmdarvörum sem uppfylla ekki skilyrðin. Sagði ráðherrann einnig að „Auk þess að vera hluti af skoskri menningu og ímynd, þá skapaði whisky iðnaðurinn um 20.000 störf í landinu.

Ósk Brown til breskra stjórnvalda kemur í kjölfarið á viðræðum Bretlands og Bandaríkjanna um viðskipta- og fríverslunarsamninga. Höfðu bandarískir samningamenn óskað eftir því að slakað yrði á reglum um skilgreiningu á whisky. Myndi það opna leið inn á markaðinn fyrir framleiðendur sem uppfylla ekki núverandi skilyrði.

„Það er mikilvægt að skost whisky fá sterka lagavernd og þess vegna lagði ég fram fyrirspurn um hvort whisky hafi verið til umræðu í heimsókn viðskiptaráðherra Bretlands til Bandaríkjanna,” sagði Brown. „Þá er ég einnig að kalla eftir því að núvernadi reglugerðir ESB um whiskey verði enn í gilid eftir Brexit."