*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Erlent 3. júní 2020 14:00

Óska eftir aðstoð frá Interpol

Namibískir rannsakendur hafa óskað eftir aðstoð Interpol vegna Fishrot-spillingarmálsins.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Aðsend mynd

Fram kom í dag að þeir aðilar sem liggja undir grun vegna Fishrot-spillingarmálsins, einnig þekkt sem Samherjamálið, í Namibíu munu vera í fangelsi í þrjá mánuði í viðbót, á meðan Namibísk yfirvöld klára rannsókn sína. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá Interpol vegna málsins. Þetta kemur fram á vef Informante.

Saksóknari málsins segir rannsóknin svo strembna og flókna að hún hafi teljandi áhrif á fjárhag ríkisins. Enn fremur hafa áhrif COVID hindrað áframhaldandi rannsókn. Umfang rannsóknarinnar nær meðal annars til Simbabve, Angóla, Kýpur, Noregs, Íslands og Spánar.

Tveir af sjö sakborningum málsins þarlendis, munu fara fyrir réttardóm á næstunni vegna kröfu þeirra um lausn gegn greiðslu tryggingar.

Stikkorð: Interpol Samherji Namibía