Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, telur að kaupréttir sex starfsmanna EImskips sem þeir féllu frá séu ekki í samræmi við skráningarlýsingu félagsins. Lífeyrissjóðurinn hefur sent erindi til FME þar sem kallað er eftir rannsókn á útboðinu.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag. Áður hefur Festa lífeyrissjóður sent erindi til FME þar sem kallað var eftir rannsókn. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á miðvikudag þá sótti eftirlitið gögn og ræddi við yfirmenn á mánudag vegna útboðsins. FME fór til útboðsaðila, Íslandsbanka og Straums.