Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum í fasteign og rekstur Hótel Sögu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fyrirtækjaráðgjöf MP banka hefur verið ráðin til að annast söluferlið. Endanleg ákvörðum um sölu verður tekin af Búnaðarþingi en í ljósi mikils áhuga á starfsemi hótelsins var það mat stjórnar að rétt væri að kanna áhuga fjárfesta með þessum hætti.

Hót­elið er í eigu Hót­el Sögu ehf. sem er 50 ára gam­alt fyr­ir­tæki í eigu Bænda­sam­taka Íslands. Á hót­el­inu eru 209 her­bergi, tíu funda- og veislu­sal­ir og tveir veit­ingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fast­eign Hót­el Sögu ehf. við Haga­torg er um 19.000 fer­metr­ar að stærð og hýs­ir hót­el­starf­semi, veit­ingastaði, banka, hár­greiðslu­stofu, lík­ams­rækt­ar­stöð o.fl. Skrif­stof­ur Bænda­sam­taka Íslands eru á þriðju hæð fast­eign­ar­inn­ar.

Í fréttatilkynningunni segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna að samhliða miklum vexti í ferðaþjónustu hafi rekstur Hótel Sögu gengið vel og að áætlanir bendi til þess að enn meiri aukning verði í fjölda ferðamanna. Samtökin vilji leita allra leiða til að ávaxta eignir sínar með viðunandi hætti og að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort hagfellt sé að selja hótelreksturinn.