Sænsku verkalýðsfélögin Unionen og Ledarna hafa bæði óskað eftir því að bílaframleiðandinn Saab verði tekinn til gjaldþrotaskipta en fyrirtækið hefur enn ekki greitt laun fyrir ágústmánuð. Verði fyrirtækið úrskurðar gjaldþrota mun sænska ríkið taka við launaskuldbindingum þess.

Eins og fram hefur komið óskaði Saab eftir greiðslustöðvun í síðustu viku en þeirri ósk var hafnað af héraðsdómi og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins sagst munu áfrýja þeim úrskurði í dag.

Fari svo að millidómsstig samþykki greiðslustöðvun verða gjaldþrotabeiðnirnar dregnar tilbaka að sögn lögmanns Unionen.