Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík gerði að umtalsefni í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir þau orð Ólafs F. Magnússonar um að hann hefði verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisflokk í janúar síðastliðnum.

Óskar spurði Ólaf hver hefði þá blekkt hann til samstarf í október síðastliðnum þegar svokallaður Tjarnarkvartett var myndaður undir umsjón Ólafs F. Magnússonar.

Óskar sagði að Ólafur F. væri guðfaðir þess meirihluta sem starfað hefði í 100 daga.

„Þetta hlýtur þá að vera einn slappasti guðfaðir sem sögur fara af,“ sagði Óskar.