Óskar Hrafn Þorvaldsson sem nýverið var ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Breiðablik mun láta af störfum sem samskiptastjóri tryggingafélagsins VÍS. Í samtali við Viðskiptablaðið staðfestir Óskar að hann muni hætta hjá VÍS í lok þessa mánaðar.

Óskar hóf störf hjá VÍS í byrjun apríl síðasta vor en hann sinnti samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Gróttu sem komst nokkuð óvænt upp í Pepsi Max deildina á dögunum en Grótta vann 1. deild karla í knattspyrnu eftir að hafa skotist upp fyrir Fjölni í síðustu umferðinni.

Óskar Hrafn hefur áralanga reynslu af fjölmiðlum, var meðal annars fréttastjóri á Stöð2, Vísi.is og DV. Hann var um tíma yfirmaður Stöðvar 2 Sportþ