Rekstrarfélag Stjórnstöðvar ferðamála hefur ráðið Óskar Jósefsson sem framkvæmdastjóra og tók hann við störfum á þriðjudag.

Óskar hefur víðtæka stjórnunarreynslu, og hefur hann starfað við stjórnendaráðgjöf til margra ára, hvort tveggja á almennum og á opinberum markaði.Hann stofnaði ráðgjafafyrirtækið Advance ehf. árið 2008 og hefur rekið það síðan, auk þess að sinna ýmsum öðrum verkefnum.

Áður var hann til að mynda forstjóri Landssíma Íslands hf., sem og forstjóri Ístaks hf, auk þess að vera framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Kaupþings banka. Um nokkurra ára skeið stýrði hann ráðgjafastarfsemi PwC.

Óskar er verkfræðingur með M.Sc. gráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmörku.

Rekstrarfélag Stjórnstöðvar ferðamála sf. er 50% í eigu ríkissjóðs og 50% í eigu Samtaka ferðaþjónustunnar, og er um að ræða samstarfsvettvangur stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar.