Fyrirtækið Á. Óskarsson hefur kært til kærunefndar útboðsmála innkaupaferli Reykjanesbæjar í tengslum við kaup á nýjum hreinsikerfum fyrir sundlaugar og potta í Keflavík og Njarðvík. Tilboð kæranda nam 38% af kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar, eða samtals 20 milljónum króna. Þrír liðir voru í tilboðinu, sandsíur og skiptilokar að fjárhæð kr. 12.038.184, dælur að fjárhæð kr. 3.492.738 og klór- og CO2 kerfi að fjárhæð kr. 4.733.541.

CO2 kerfi að fjárhæð kr. 4.733.541. Kærandi og einn samkeppnisaðili skiluðu bæði aðal- og aukatilboðum en munurinn lá í gæðum á búnaði. Eftir að tilboðin lágu fyrir ákvað Reykjanesbær að skipta upp tilboðunum og tók aðaltilboði samkeppnisaðila kæranda sem var næstlægst, í dælur og sandsíur að fjárhæð kr. 17.131.200. Rökstuðningur fyrir þessu var á þá leið að umræddu tilboði hafi verið tekið þar sem það hafi verið lægst miðað við þann búnað sem verið var að bjóða, s.s. síur, dælur o.fl.

Á Óskarsson telur að Reykjanesbær hafi vanrækt að bjóða út innkaup á umræddum vörum í samræmi við lög um opinber innkaup. Sú skylda var vanrækt og engu breytir þótt Reykjanesbær hafi kosið að klæða innkaup sín í búning verðkönnunar. Með þessu móti sniðgekk Reykjanesbær lagalegar skyldur sínar samkvæmt fyrrnefndum lögum. Á Óskarsson segir að töluverðu hafi munað á tilboði kæranda og því tilboði sem valið var, en tilboð kæranda var mun fjárhagslega hagkvæmara. Framangreint innkaupaferli Reykjanesbæjar fór ekki fram í samræmi við þau innkaupaferli og þær reglur sem lög um opinber innkaup áskilja og hafi Reykjanesbær brotið gegn ákvæðum laganna.