Óskarsverðlaunastytta sem bandaríski leikstjórinn Orson Welles hlaup árið 1942 fyrir handrit kvikmyndarinnar Citizen Kane var seld um helgina í uppboðshúsi Sotheby's í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir rétt rúm 860 þúsund dali, jafnvirði tæpra 106 milljóna íslenskra króna. Kaupandinn hefur ekki stigið fram, að því hermt er á fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC.

Óskarinn frægi.
Óskarinn frægi.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Welles mun hafa sett styttuna á glámbekk og týnt henni á sínum tíma og fannst hún ekki fyrr en eftir að leikstjórinn lést. Orson Welles lést árið 1985.

Styttan hefur reynst talsverður gallagripur enda hefur hún valdið næstum hverjum þeim sem eignast hana vandræðum. Sem dæmi hugðist kvikmyndatökumaður bjóða hana fala á uppboði árið 1994 . Hann sagði Welles hafa sett styttuna upp í sem borgun fyrir eitthvað verkefnið. Beatrice, dóttir Orson Welles, sakaði mann um að fara með rangt mál og komst styttan í hennar hendur.

Beatrice Welles hugðist sjálf ætla að næla sér í pening með því að selja styttu föður síns á uppboði árið 2003. Kvikmyndaakademían kom hins vegar í veg fyrir það en hún bannað sölu á Óskarverðlaunastyttum fyrir um sextíu árum.

Eftir upphlaupið gaf dóttir kvikmyndaleikstjórans styttuna til góðgerðarsamtaka. Þau reyndu sömuleiðis að ná klinki í kassann og selja styttuna fyrir fjórum árum. Það gekk ekki eftir, samkvæmt upplýsingum CNBC.