Flugfélagið Emirates Airline telur að leiðakerfi félagsins verði óskert næsta sumar. Félagið hyggst fljúga til allra sinna 143 áfangastaða sumarið 2021 en segir að fjöldi ferða muni ráðast af eftirspurn. Eins og er flýgur félagið til færri en 80 staða, sökum áhrifa af veirufaraldrinum.

Sú sviðsmynd er nokkuð bjartsýn samanborið við áætlanir annarra flugfélaga. Til að mynda gerir Ástralska flugfélagið Qantas ráð fyrir að alþjóðleg flugumferð verði um helmingur af fyrri umsvifum um mitt árið 2022. Umfjöllun á vef CNBC.

Alþjóðasamband flugvéla (e. International Air Transport Association) gerir ráð fyrir að flugumferð nái sér á strik árið 2024.