„Þetta er mjög gaman því fólk þekkir mig ekki,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Hún mætti klædd í Batman-búningi í vinnuna í morgun.

Þetta er þriðja árið í röð sem starfsmenn Fríhafnarinnar mæta í grímubúningum í tilefni Öskudagsins en Ásta Dís innleiddi hefðina þegar hún hóf þar störf. Fyrsta árið voru fáir í búningum og hefur þeim fjölgað í gegnum tíðina. Í morgun voru 45 starfsmenn á vaktinni í grímubúningi og telur Ásta að margir þeirra 20 sem mæti eftir hádegið geri það líka.

„Það er komin hefð fyrir þessu hér enda er þetta svo skemmtilegt,“ segir Ásta og bætir við að sumir starfsmenn hafi lagt mikið á sig til að taka þátt í Öskudeginum.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.

Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.
Öskudagur í fríhöfninni. Ljósmyndari: Óli Haukur.