*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 31. mars 2015 07:55

Óskynsamlegt að meirihluti skikki minnihluta í verkfall

Félagsdómur tekur á morgun fyrir mál sem ríkið hefur höfðað vegna verkfallsboðunar aðildarfélaga BHM.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Við hefðum talið nær að leysa deiluna en standa í einhverjum lagaþrætum,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), í samtali við Fréttablaðið, en á morgun mun Félagsdómur taka fyrir mál sem ríkið hefur höfðað vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM.

Ríkið gerir athugasemdir við verkfallskosningu í félögum BHM þar sem aðeins hluti félagsmanna fer í verkfall. Segir Páll deiluna snúast um hvort allir félagsmenn eigi að greiða atkvæði, líkt og ríkið haldi fram, eða aðeins þeir sem verkfallið nær til. „Og ég reyndar sé ekki skynsemina í því að einhver meirihluti félags geti skikkað minnihluta í verkfall,“ segir hann.

Páll segir næsta samningafund við ríkið eiga sér stað á morgun, en hann hefur ekki miklar væntingar til niðurstöðu á fundinum. „Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að ríkinu liggi ekkert á og sé þá frekar í málaferlum og einhverjum slíkum leikjum.