Er ein áhugaverðasta eign Íslendinga að hverfa úr Kauphöllinni? Þannig spyrja menn sig á markaði í dag í ljósi frétta um yfirtökutilboð í Össur sem stýrt er af breska einkafjárfestingasjóðnum Montagu LLP.

Stærsti hluthafi félagsins í dag er danski fjárfestingasjóðurinn William Demant Invest A/S með 34,34% hlut en því hefur verið haldið fram að hann starfi með Montagu. Þar á eftir kemur Eyrir Invest ehf. með 19.96% hlut en það er í meirihlutaeigu stjórnarformannsins Þórðar Magnússonar og fjölskyldu hans.

Þriðji stærsti hluthafinn er Mallard Holding S.A. með 8,40% hlut en það félag er í eigu stofnandans Össurar Kristinsson.

Félag í eigu forstjórans Jóns Sigurðssonar, Vik Investment Holding S.a.r.L., á 5,78% í félaginu.

Þar kemur næst danski lífeyrissjóðurinn ATP-Arbejdmarkedets Tillægspens með 3,47% hlut, stærri en nokkur íslensku lífeyrissjóðanna sem hafa samkvæmt heimildum Viðskipablaðsins lítið fjárfest Össuri að unanförnu.

Miðað við tilboðið einn Bandarikjadalur á hlut er verið að meta félagið á ríflega 47 milljarða króna eða 423 milljónir Bandaríkjadala. Ef horft er til sjóðsstreymis er það lágt verð en sjóðsstreymi síðasta árs var um 50 milljónir Bandaríkjadala.

Skuldastaða félagsins hefur verið að léttast mikið sem gerir félagið en áhugaverðara til yfirtöku. Eyris-menn hafa starfað nokkuð náið með William Demant Invest A/S að uppbyggingu félagsins en spurning er núna hvort þessi íslenski demanur hverfur úr meirihlutaeigu Íslendinga sem ráða núna ríflega 60% af hlutafé félagsins. Ljóst er að lítil fjárfesingageta innanlands og veik staða krónunnar gerir félag að heppilegu skotmarki fyrir erlenda yfirtöku.