Stjórn stoðtækjafyrirtækisins Össurar leggur til að hluthöfum verði greiddur arður upp á 10 danska aura á hlut vegna afkomunnar í fyrra. Þetta svarar til 2 íslenskra króna á hlut eða jafnvirði 20% af hagnaði Össurar í fyrra. Þetta verður annað skiptið á jafn mörgum árum frá upphafi sem Össur greiðir hluthöfum sínum arð en það var jafnframt gert í fyrra þegar hluthafar fengu átta milljónir greiddar í arð eða sem svarar til rúmlega eins milljarðs íslenskra króna. Arðgreiðslan í fyrra jafngildi 22% af hagnaði fyrirtækisins árið 2012.

Hagnaður Össurar nam tæpum 41 milljón dala í fyrra eða sem nam 4,6 milljörðum íslenskra króna. Arðgreiðslan mun þessu samkvæmt nema tæpum 919 milljónum króna.

Fram kemur í tilkynningu frá Össuri vegna aðalfundarins að arðleysisdagur er 17. mars næstkomandi og arðsréttindadagur 19. mars. Útborgunardagur arðs er svo 28. mars næstkomandi. Stjórnin leggur til að hagnaður ársins 2013 verði að öðru leyti fluttur til næsta árs.