Stjórn Össurar lagði til á aðalfundi í morgun að auka hlutafé félagsins um 9,6 milljarða króna að nafnverði, sem áætlað er að selja með forgangsrétti til hluthafa.

Einnig er lagt til að auka hluta fé um 200 milljónir að nafnverði á forgangsréttar ákvæðis og á núverandi verði bréfa Össurar mun heildavirði útgáfunnar vera tæpir 26 milljaðra króna.

Greiningardeild Glitnis veltir því fyrir sér hvort að Össur ætli að nýta fjármagnið til fyrirtækjakaup ,en félagið keypti nýlega franska fyrirtækið Gibaud.

"Kaupverðið á Gibaud var um 8,8 milljarðar króna og er svigrúm til annarra kaupa því verulegt eða tæpir 17 milljarðar króna Ljóst er að stjórnendur Össurar hafa skapað verulegt svigrúm til kaupa á fyrirtækjum og verður því spennandi að fylgjast með framvindu mála í ár," segir Glitnir.

"Vaxtaráform félagsins eru að veltan verði 750 milljónir Bandaríkjadala fyrir lok ársins 2010 og er áætluð ársvelta fyrir árið 2007 um 330 milljónir dala. Langt er í land með að félagið nái að uppfylla vaxtaráformin og þurfa stjórnendur því að standa í ströngu í uppkaupum næstu árin og er heimildin til þess fallin að stuðla að því."