Mallard Holding, eignarhaldsfélag Össurar Kristinssonar og fjölskyldu, tilkynnti í dag um að félagið hefði selt 2,6% hlut í Össuri hf. fyrir rúman 2,1 milljarð króna. Salan fór fram á genginu 8,4 danskar krónur.

Össur Kristinsson, sem er stofnandi Össurar, hefur á undanförnum misserum verið að draga úr hlut sínum í félaginu samfara mikilli hækkun á markaðsverðmæti stoðtækjaframleiðandans mælt í íslenskum krónum.  Félagið á eftir viðskiptin um 2,45% hlut.