*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 10. mars 2016 14:48

Össur framleiðir gervigreindarfót

Hildur Einarsdóttir leiðir rannsóknarteymi fyrirtækisins Össurar í þróun gervigreindarútlima sem tengjast taugakerfinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hildur Einarsdóttir, for­stöðumaður alþjóðlegr­ar vöru­stjórn­un­ar hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri, var í viðtali við breska viðskiptatímaritið Economist í gær. Þar var fjallað ítarlega um þróun vélknúinna líkamshluta sem tengst geta mannslíkamanum og gætu haft þau áhrif að fötlun og öldrun skipti ekki lengur máli um lífsstíl og virkni fólks.

Össur og þróunardeild Hildar vinnur að nýrri kynslóð gervilima, en tilkynnt var í fyrra að fyrirtækið hygðist setja á markað gervifætur og gervihné sem stýrt sé með hugarafli. Nýjustu gervifætur Össurar eru með gervigreind, þ.e. þeir eru „snjallir“ og geta aðlagast göngulagi og gönguhraða notandans.

Í tækninni felst að sérstökum nema er komið fyrir í vöðva og tekur neminn við taugaboðum frá heila og sendir samstundis áfram í gervifótinn sem framkvæmir hreyfinguna sem notandinn hafði ómeðvitað hugsað sér að framkvæma.

Fyrirtækið var fyrst í heiminum til að kynna þessa tækni fyrir neðri útlimi. Þegar hafa tveir Íslendingar verið með tæknina í prófun í rúmt ár, en þörf er á frekari tilraunum áður en hún verður sett á markað í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem framleitt var á vegum Economist og fjallar um gerviútlimaiðnaðinn,