Bandaríska tímaritið Fast Company hefur stoðtækjafyrirtækið Össur sem eitt af framsæknustu fyrirtækjum heims. Tímaritið er þekkt fyrir umfjöllun sína um frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki.

Í umfjöllun um Össur, sem vermir 7. sætið á lista yfir framsækin fyrirtæki á heilbrigðissviði, segir m.a. að fyrirtækið verji stórum hluta af tekjum sínum í rannsóknir og þróun á gervifótum og hafi það nú yfir að ráða meira en 750 einkaleyfum.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem tilnefnd eru í netútgáfu Fast Company eru Apple, Facebook, Google, Dropbox, Starbucks, líftæknifyrirtækið Genentech, Linkedln, PayPal og klakhúsið Y Combinator.