Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hefur gefið út kauprétt til millistjórnenda. Hlutirnir sem gefnir eru út eru samtals 375 þúsund og eru á genginu 25,18  danskar krónur sem er meðalverð síðustu tuttugu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu Össurar til Kauphallarinnar.

Heildarfjárhæðin er því um 157 milljónir króna. Kauprétturinn er í samræmi við kaupréttaráætlun Össurar frá maí 2015. Millistjórnendur geta nýtt sér fyrsta hluta þeirra 21. nóvember 2019, segir einnig í fréttatilkynningunni.