Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,12% í síðustu viku. Það var aðeins Össur sem hækkaði af þeim félögum sem mynda vísitöluna, um 2,54%.  Icelandair lækkaði mest, um 2,51%. Þess má geta að talsverður munur er á gengi Össurar í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hérlendis. Síðasliðinn föstudag var gengið u.þ.b 12% hærra á Íslandi af því er fram kemur í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 318 milljónir króna, mest voru viðskipti með bréf í Marel fyrir um 138 milljónir króna. Alls  83% af veltu vikunnar var með bréf í Marel og Icelandair.