Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,08% í viðskiptum dagsins. Velta hlutabréfa á markaðnum í dag nam 1,55 milljörðum króna og stendur vísitalan nú í 1.733,26 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% í í 2,8 milljarða veltu og stendur hún nú í 1.236,31 stigum.

Össur og Icelandair hækkuðu mest í mestu viðskiptunum

Gengi bréfa Össurar hækkuðu mest, eða um 2,09% í 390 milljón króna viðskiptum, og fást bréf félagsins nú á 390 krónur.

Næst mest hækkuðu bréf Icelandair eða um 0,82% í 453 milljón króna viðskiptum, og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 24,45 krónur.

Marel, Eimskip og VÍS lækkuðu

Einu félögin sem sáu verð hlutabréfa sinna lækka í kauphöllinni í dag, fyrir utan smávægileg viðskipti með bréf Tryggingamiðstöðina, voru Marel, um 0,41% í 59 milljón króna viðskiptum, Eimskipafélagið um 0,37% í 61 milljón króna viðskiptum og VÍS um 0,33% í tæplega 94 milljón króna viðskiptum.

Bréf Tryggingamiðstöðvarinnar fást nú á 27,40 krónur, bréf Marel eru á 244,50 krónur, bréf í Eimskip fást á 337,25 krónur og VÍS bréf fás tnú í 9,02 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 1,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 751 milljóna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,5 mailljarða viðskiptum.