Lítil velta var á hlutabréfamarkaði í kauphöllinni í dag, eða aðeins tæplega 650 milljónir króna. Rúmlega þriðjungur veltunnar, eða rúmar 238 milljónir, kom í gegnum viðskipti með bréf í N1.

Össur hækkaði mest allra fyrirtækja í kauphöllinni í dag, eða um 3,4 prósent í tæplega 100 milljóna króna viðskiptum. HB Grandi hækkaði um 1,08% í 44,6 milljóna króna viðskiptum. Reitir hækkuðu um 0,74%, Eik um 0,45% og Fjarskipti og Sjóvá bæði um 0,38%.

VÍs lækkaði mest, eða um 1,08%. TM lækkaði um 0,95%, Hagar um 0,67% og Eimskip um 0,44%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,03% og endaði í 1,504.63. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0.69%, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 4,5 milljörðum í dag.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í 5 milljarða viðskiptum í dag og hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,1% í 400 milljóna króna viðskiptum. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7 prósent í 4,2 milljarða króna viðskiptum.