Lítið var um hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í dag og námu þau alls 643,8 milljónum króna. Skuldabréfaviðskipti námu tæplega 3,4 milljörðum króna og heildarviðskiptin því rétt rúmlega milljarður.

Bréf í Össuri hækkuðu mest, eða um 1,22% í 188,4 milljóna króna viðskiptum, en fyrirtækið mun á fimmtudagskvöld birta ársfjórðungsuppgjör fyrir annan ársfjórðung 2015. Hagar hækkuðu næstmest, eða um 0,95%, Sjóvá um 0,74%, Marel um 0,53%, Eimskip og Reitir um 0,44% og TM um 0,24%.

N1 hækkaði um 0,89%, Icelandair um 0,4% og Eik um 0,15%. Þess má geta að langmest viðskipti voru með bréf í Icelandair í dag eða um 322,9 milljónir.

Úrvalsvísitala hlutabréfa hækkaði um 0,15% og stendur í 1496,61 og aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,07% og stendur í 1,148.21.

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1%, hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,2% og skuldabréfavísitalan hækkaði um 0,1%.