Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,91% í 7,8 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.724,73 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði einnig, eða um 0,08%, í 7,3 milljarða viðskiptum og er hún nú komin í 1.255,35 stig.

Icelandair var eina félagið í kauphöllinni sem lækkaði í verði í dag, eða um 1,00% í tæplega 92 milljón króna viðskiptum, sem eru lítil viðskipti í tilviki Icelandair.

Össur og Reginn hækkuðu mest

Gengi bréfa Össurar hækkaði langmest eða um 5,41% í tæplega 1,27 milljarða viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðmetið á 390,00 krónur við lok viðskipta.

Næst mesta hækkunin var á gengi bréfa Regins, eða um 2,62% í 123 milljón króna viðskiptum og stendur hlutabréfaverð fyrirtækisins nú í 27,45 krónum.

HG Grandi og N1 í mestu viðskiptunum

Mestu viðskiptin voru með bréf HB Granda eða fyrir 1,5 milljarða eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður, en það hafði engin áhrif á gengi bréfa félagsins.

Næst mestu viðskiptin voru með bréf í N1, eða fyrir 1,37 milljarða og hækkuðu bréfin um 1,53% í 133,00 krónur hvert bréf í viðskiptum dagsins. Viðskiptablaðið fjallaði fyrr í dag um viðskipti Helga Magnússonar með bréf N1.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 1% í dag í 6,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 5,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 4,9 milljarða viðskiptum.