Rekstrartekjur Össurar á þriðja ársfjórðungi námu 168 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs miðað við 145 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarkostnaður á fjórðungnum var 87 milljónir dollara á tímabilinu samanborið við 75 milljónir dollara á sama tíma árið 2018. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 32 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi núna í ár miðað við 23 milljónir á sama fjórðungi á síðasta ári. Nettó hagnaður á fjórðungnum nam 15 milljónum dollar saman borið við 16 milljónir dollara á síðasta ári.

Eignir á samkvæmt efnahagsreikningi jukust umtalsvert á milli ára, en í lok þriðja ársfjórðungs núna í ár voru þær skráðar 1.019 milljónir dollara miðað við 825 milljónir á síðasta ári. Eigið fé var 554 milljónir dollara miðað við 511 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Vaxtaberandi skuldir fóru úr 142 milljónum dollara í lok þriðja fjórðungs 2018 upp í 261 milljónir dollar í lok sama fjórðungs núna í ár.

Fyrstu níu mánuði ársins nema tekjur af sölu 507 milljónum dollara miðað við 445 milljónir á sama tímabili árið 2018. Hagnaðarhlutfalla (EBITDA margin) á tímabilinu var 22% fyrstu níu mánuðina á þessu ári samanborið við 18% árið 2018.