Hagnaður stoðtækjaframleiðandas Össurar nam 59 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári sem samsvarar sjö milljörðum íslenskra króna. Þetta er 45% aukning milli ára. Sala nam 509 milljón Bandaríkjadala eða 59 milljörðum íslenskra króna sem er vöxtur um 18% frá 2013.

EBITDA jókst um 38% og nam 104 milljónum Bandaríkjadala eða 12 milljörðum íslenskra króna. Lagt verður til á hluthafafundi í mars að arðgreiðslur til hluthafa verði 14% af hagnaði fyrir 2014 sem er 20% aukning milli ára.

Áætlun fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir 3-5% innri vexti og EBITDA framlegð á bilinu 20-21%

Jón Sigurðsson, forstjóri: “Við lokuðum árinu með sterkum ársfjórðungi þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif. Árið 2014 hefur verið gott rekstrarár hjá okkur með góðri arðsemi og sterku sjóðsstreymi, m.a. vegna þess að metnaðarfull verkefni sem miða að því að auka skilvirkni hafa skilað árangi. Sala á stoðtækjum er mjög góð á öllum helstu mörkuðum og í helstu vöruflokkum og sala á spelkum og stuðningsvörum er í takti við væntingar. Á árinu höfum við lagt aukna áherslu á bætta arðsemi af vöruframboði okkar, sem þýðir að við höfum aukið áherslu á hágæðavörur og vörunýjungar sem eiga þátt í jákvæðum rekstarniðurstöðum fyrir árið,” segir í tilkynningu frá félaginu.