Hagnaður Össurar á öðrum fjórðungi ársins var undir spám og nam 3,9 milljónum dollara, um 322 milljónum íslenskra króna, en meðalspá hljóðaði upp á 5,8 milljónir dollara. Sala var einnig rétt undir spám - en hún var 92,9 milljón dollarar á fjórðungnum en meðalspá gerði ráð fyrir 95,5 milljónum í sölutekjur.

Þrátt fyrir að vera undir spám, þá hefur hagnaður félagsins aukist um 160% frá því á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður á hlut nam á fjórðungnum 0,93 sent samanborið við 0,39 sent á sama tíma í fyrra.

Heildareignir jukust örlítið eða frá 635 milljónum dollara í 646 ef miðað er við lok annars fjórðungs í fyrra. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 42% nú í lok júní.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að helstu áherslur ársins 2008 séu að auka arðsemi og að hagræða í vörulínum félagsins. Segir hann að félaginu hafi tekist að auka arðsemi á fyrstu sex mánuðum ársins þrátt fyrir slaka sölu, eins og hann orðar það sjálfur í tilkynningu frá félaginu.

Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn á Grand Hótel í dag kl 12:00