Össur er í uppsveiflu um þessar mundir. Uppgjör þessa árs benda öll þrjú í sömu átt, það er verulegur vöxtur í sölu á þeim vörum sem gefa mest. Þetta segir Jóhann Viðar Ívarsson hjá IFS greiningu.

Jóhann segir fyrirtækið hafa verið svolítið þjakað af vandræðum á stoðtækjamarkaði í Bandaríkjunum síðustu tvö árin, sem hafi leitt til samdráttar í sölu þar. Góð staða nú skýrist ekki aðeins af sveiflu til baka á Bandaríkjamarkaði, heldur líka því að á þessu ári hafi salan aukist mikið á öðrum svæðum, í Evrópu og Asíu.

„Það sem er jákvætt er að það virðist vera mesti vöxturinn í framlegðarmestu vörunum. Þetta fer svo saman við það að þau brugðust á sínum tíma vel við vandræðum í rekstrinum. Þau voru fljót að lækka kostnaðinn, og núna njóta þau hvors tveggja. Það er búið að lækka kostnaðinn og salan er að aukast. Nú eru þau komin í blússandi arðsemi og eru að fara fram úr þeirra eigin viðmiðum fyrir árið og spám meira og minna allra greinenda sem fylgjast með þeim.

Nánar er fjallað um málið í kauphallarblaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .