Össur hefur skrifað undir kaupsamning á bandaríska fyrirtækinu College Park Industries. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Detroit en þar starfa um 140 manns. Sölutekjur þess námu 22 milljónum dollara, um 2,7 milljörðum króna í fyrra.

College Park verður áfram að mestu sjálfstæð rekstrareining innan Össurar. Í tilkynningu frá Össuri segir að fyrirtækin séu í aðstöðu til að geta breikkða vöruúrval gervilima á efri og neðri helmingi líkamans. Kaupin munu ekki hafa áhrif á endurkaup félagsins á eigin hlutabréfum. Búist er við að gengið verði frá kaupunum á þessi ár, að því gefnu að forsendur kaupanna standist og samþykki fáist frá eftirlitsaðilum. Kaupin breyta ekki afkomuspá félagsins fyrir þetta ár.