Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur keypt ráðherrabíl sinn fyrir 2,7 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu svara söluverðið til þess sem bílaumboð hefði greitt fyrir bíllinn væri hann settur upp í nýja bifreið (uppítökuverð).

Bíllinn er af gerðinni BMW X5, árgerð 2006 og hefur hann verið ráðherrabíll Össurar frá alþingiskosningum 2007 þegar hann varð iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Gunnar Bragi Sveinsson, sem tók við af Össuri í utanríkisráðuneytinu, ekur hins vegar um á Volvo XC90 sem var ráðherrabíll Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra áður.

Fjallað um umtalaða ráðherrabíla í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .

Össur Skarphéðinsson, sem lætur senn Gunnar Braga Sveinsson fá lyklana að utanríkisráðuneytinu, stóð af sér vindinn við Bessastaði.
Össur Skarphéðinsson, sem lætur senn Gunnar Braga Sveinsson fá lyklana að utanríkisráðuneytinu, stóð af sér vindinn við Bessastaði.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Össur í viðtali við Heiðar Örn Sigurfinnsson á Ríkisútvarpinu. BMW Össurar er í baksýn.