Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, villl vita afstöðu Illuga Gunnarssonar til fréttaflutnings RÚV af Evrópusambandsmálum. Sem kunnugt er heldur Illugi á eina hlutabréfinu í RÚV ofh.

Össur hefur spurt Illuga þriggja spurninga vegna málsins

  • Telur ráðherra miðað við nýlega birta úttekt á fréttaflutningi af Evrópusambandsmálum að fleiri neikvæðar fréttir séu fluttar en jákvæðar?
  • Telur ráðherra að Ríkisútvarpið tali oftar við stjórnmálamenn sem eru andstæðir aðild en þá sem hafa jákvætt viðhorf til aðildar?
  • Telur ráðherra í ljósi niðurstöðu úttektarinnar æskilegt í þágu hlutleysis Ríkisútvarpsins að fleiri viðtöl væru birt við stjórnmálamenn sem hafa jákvæða afstöðu til Evrópusambandsaðildar?

Eins og kunnugt er hefur meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir umfjöllun um þingsályktunartillögu hans um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu.