Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mun í dag kynna fyrir heimamönnum skýrslu sem fjallar um væntanlega þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á Drekasvæðinu, með tilliti til staðarvals og aðstöðusköpunar á Vopnafirði og í Langanesbyggð.

Í frétt á netsíðu Austurgluggans kemur fram að skýrslan verður kynnt almenningi á fundum í sveitarfélögunum tveimur síðdegis í dag.

Það er verkfræðistofan EFLA (áður Línuhönnun og Almenna verkfræðistofan) vann skýrsluna, sem farið var í að tilhlutan iðnaðarráðuneytis í samvinnu við Vopnafjarðarhrepp og Langanesbyggð.

Á fundunum verður einnig fjallað um olíuleit á Drekasvæðinu og hvernig standa á að útboði um hana.

Sveitafélögin á svæðinu hafa stofnað með sér félagið Drekasvæðið ehf. sem vinnur að því að skapa forsendur fyrir að þjónusta verði veitt frá svæðinu segir í Austurglugganum.

Leiðrétting:

Það var verkfræðistofan EFLA (áður verkfræðistofurnar Línuhönn, RTS og AFl) og Almenna verkfræðistofan semu unnu skýrsluna en ekki verkfræðistofan Efli eins og stóð í fyrstu útgáfunni. Er beðist velvirðingar á þessu.