Umræður á Alþingi
Umræður á Alþingi
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að svo virtist sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra væri meiri spámaður um þróun evrunnar en kollegar hans í Evrópusambandinu. Þar væru miklar áhyggjur af þróun evrusambandsins á meðan Össur héldi því fram að evrusamstarfið myndi fljótt rétta úr kútnum.

Sigmundur Davíð sagði að Össur ætti að taka sig til og kynna sér betur vanda evrusamstarfsins því tal hans bæri þess ekki merki að hann vissi hver þróunin væri á þeim bænum. Össur fór þá upp í andsvör og sagðist vel þekkja til stöðunnar í Evrópu. Hann eyddi klukkustund á hverju kvöldi, fyrir svefninn, í að lesa sig til um stöðu evrunnar og þróun mála.