Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur lokið kaupum á sænska fyrirtækinu TeamOlmed. Fram kemur í tilkynningu frá Össuri að tilkynnt hafi verið um kaupin í maí á þessu ári. Kaupverðið nam 310 milljónum sænskra króna, jafnvirði 5,8 milljarða íslenskra króna.

TeamOlmed varð til árið 2011 sem samruna tveggja sænskra fyrirtækja. Í fyrra nam velta fyrirtækisins 348 milljónum sænskra króna og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, nam 43 milljónum sænskra króna. Heildareignir fyrirtækisins voru um síðustu áramót 419 milljónir sænskra króna. Gert er ráð fyrir því að tekjur TeamOlmed muni nema 52 milljónum bandaríkjadala á þessu ári, þar af 16 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu.

Hjá TeamOlmed starfa 300 manns á nokkrum stöðum í Svíþjóð.