Rétt í þessu kom Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Ráðherrabústaðinn. Þeir eru n ú þar tveir á fundi , Össur og Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Össur vildi ekkert tjá sig við fjölmiðla þegar hann kom í húsið.

Skömmu áður en Össur fór yfirgaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, húsið.

"Ég get ekkert sagt, þetta er allt í vinnslu," sagði hún við blaðamenn. "Auðvitað verður að setja tímamörk. Þetta verður örugglega tilkynnt fyrir morgundaginn."