Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag. Össur Skarphéðinsson varð 1. sæti og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir í 2. sæti.  Þetta þýðir að þau leiða lista Samfylkingarinnar í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu líkt og þau gerðu fyrir þingkosningarnar 2013.

Í 3. sæti í prófkjörinu varð Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur og Helgi Hörvar varð í 4. sæti. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður endaði í 5. sæti, sem þýðir að ef flokkurinn fær svipað fylgi og 2013 þá dettur hún af þingi því Samfylkingin er í dag með fjóra þingmenn í kjördæmunum tveimur.

Úrslitin í Reykjavík:

  1. Össur Skarphéðsinsson.
  2. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
  3. Eva Baldursdóttir.
  4. Helgi Hjörvar.
  5. Valgerður Bjarnadóttir.
  6. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir.
  7. Auður Alfa Ólafsdóttir.
  8. Steinunn Ýr Einarsdóttir.

Samfylkingin kynnti einnig niðurstöðu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, mun leiða flokkinn í því kjördæmi. Margrét Gauja Magnúsdóttir skipar 2. sætið, Sema Erla Serdar 3. sætið og Guðmundur Ari Sigurjónsson 4. sætið.

Í Norðvesturkjördæmi leiðir Guðjón S. Brjánsson lista Samfylkingarinnar og Inga Björk Bjarnadóttir skipar 2. sætið. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttist eftir fyrsta sæti en lenti í því þriðja.