Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,89% í dag og stóð í 1.700,28 stigum eftir viðskipti dagsins en heildarvelta á hlutabéfamarkaði var 1,8 milljarður króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði einnig lítillega og stóð í 1.356,76 stigum við lok dags eftir tæð 4,5 milljarða viðskipti.

Aðeins tvö félög hækkuðu í viðskiptum í dag. Annars vegar bréf Össurar um 3,60% í 314 milljóna viðskiptum og standa bréf félagsins í 460,00 krónum. Hins vegar bréf Símans sem hækkuðu um 0,48% í 261 milljón króna viðskiptum og standa bréf Símans í 4,17 krónum.

Mest var lækkunin á gengi bréfa Skeljungs en þau lækkuðu um 2,12% og standa nú í 7,39 krónum eftir 406 milljón króna viðskipti. Næst mest lækkun var á gengi bréfa N1 en þau lækkuðu um 1,69% í 133 milljón króna viðskiptum og standa nú í 116,00 krónum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,9% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,5 milljarða viðskiptum.