Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. seldi fyrir 17,2 milljarða króna á seinasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í fjórðungsuppgjöri félagsins. Söluvöxtur var 10%, en þar af var innri vöxtur 5%.

EBITDA án einskiptikostnaðar nam 3,7 milljörðum íslenskra króna, eða 22% af sölu. Hagnaður nam 1,8 milljörðum króna, en hann jókst um 10% ef leiðrétt er fyrir einskiptikostnað.

Rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2016 er óbreytt að frátaldri uppfærðri áætlun fyrir fjárfestingar. Stefnt er áfram að söluvexti á bilinu 7 til 9 prósent, EBITDA framlegð á bilinu 20 til 21 prósent og virku skatthlutfalli upp á 26% af sölu. Aftur ó móti er stefnt að því að auka fjárfestingar, far úr 3-4% upp í 5% af sölu.

Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins, hefur verið ánægður með árangurinn til þessa. Söluvöxtur hefur verið í Ameríku og hefur sala á stoðtækjum gengið vel. Fyrirtækið tók nýlega yfir Touch Bionics, félag sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á gervihöndum. Yfirtakan opnar að mati Jóns mikla möguleika á nýjum mörkuðum.