Össur Skarphéðinsson sagði á blaðamannafundi í morgun að það væru engar töfralausnir varðandi gjaldeyrishöftin. Hann sagði að það væri starfandi nefnd á vegum Evrópusambandsins, Seðlabanka Íslands, evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem leitaði lausna. Össur sagði því að hæfustu menn væru að vinna í þessum málum. Jafnframt að evran væri það sem Íslendingar þyrftu og það væri sú staðreynd sem myndi sem skipti máli.

Ríkjaráðstefna fór fram í Evrópuráðinu í Brussel í morgun og í framhaldi var haldinn blaðamannfundur um stöðu Íslands í aðildaviðræðum. Sex kaflar voru opnaðir í morgun og einum kafla lokað. Samtals verður samið um 33 kafla.