Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við spretthlauparann Oscari Pistorius. Hann var ákærður var fyrir morðið á kærustu sinni, Reevu Steenkamp, og standa nú yfir réttarhöld í málinu í Suður-Afríku.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar um málið að stuðningsaðilarnir hafa snúið bakið við Pistorius hver á fætur öðrum og bætist Össur nú í þann hóp. Hin fyrirtækin eru Nike og Luxottica Group SpA's Oakley. Kynningarefni með Pistorius, sem áður var áberandi innan veggja Össurar á Íslandi, hefur verið fjarlægt.

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, segir í samtali við Bloomberg stjórn fyrirtækisins ekki taka afstöðu til þess hvort Pistorius verði dæmdur eða sýknaður í málinu.