Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti í dag leiðtogafund hins pólitíska bandalags Evrópuríkja sem fram fór skammt frá Chisinau, höfuðborg Moldóvu. Alls sóttu 47 leiðtogar Evrópuríkja fundinn, þar á meðal Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu.

Á fundinum kom fram einarður stuðningur við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands og einnig við gestgjafaríkið, Moldóvu.

Alls sóttu 47 leiðtogar Evrópuríkja fundinn
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að megin umræðuefni fundarins hafi verið öryggismál, orkumál og efnahagsuppbygging. Eindreginn vilji hafa verið til að auka samvinnu á þessum sviðum, meðal annars með efla netöryggi og viðnámsþrótt samfélaga.

Staðreyndin er sú að óstöðugleiki í einu Evrópuríki ógnar stöðugleika í öðrum. Þess vegna er svo mikilvægt að Evrópa vinni saman að því að bæta hag allra ríkja, ekki síst þeirra sem eru hvað verst sett og hafa setið eftir í efnahagsþróun. Í þessu ljósi var mikilvægt að hittast í Moldóvu sem er í miklu návígi við stríðið í Úkraínu og er undir stöðugum þrýstingi frá Rússlandi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.