Um 1.800 félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófu á miðnætti ótímabundið verkfall. Ekki liggur fyrir hvenær deiluaðilar munu funda næsta en fundi sem átti að fara fram í síðustu viku var frestað.

Síðasti fundur milli Eflingar og Reykjavíkurborgar fór fram fyrir 10 dögum en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar innan tveggja vikna frá því að síðasti fundur fór fram. Því má gera ráð fyrir að ekki líði langt þar til boðað verður til næsta fundar.

Verkfallið hefur áhrif á starfsemi hinnar ýmsu þjónustu á vegum borgarinnar. Verkfallið hefur til dæmis áhrif á starfsemi leikskóla í borginni, auk sorphirðu.